Reyðarslag fyrir Reyðarfjörð

Mikið er leitt að svo traust og gott fyrirtæki verði fótum troðið vegna afleiddra áhrifa alheimskreppunnar! Fyrirtæki sem leitt hefur til þvílíkrar velferðir á landsbyggðinni að annað hefur vart þekkst í manna minnum, mannúðarstarf þeirra um allan heim er til fyrirmyndar og er ljóst að nú þarf ríkisstjórn Íslands að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir hrun áliðnaðarins á Íslandi.

 Sem betur fer stendur Rio Tinto Alcan enn traustum fótum og er það alltaf mögulegt að þeir nái að koma með ný störf til landsins, en til að tryggja áframhaldandi umsvif á þessum markaði verður ríkisstjórn Íslands að gera betur og veita eins mikla styrki í þau verkefni og nauðsyn krefur!

Framtíð Íslands veltur á því að efnahagsáhrifin nái ekki að höggva í starfsemi þessa fyrirtækis hérlendis, björgunaraðgerða er þörf! Álið er okkar eina von!


mbl.is Alcoa segir upp 13.500 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væntanlega kaldhæðni ???

Rúnar Örn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

já, þessi karakter er kaldhæðna hliðin á mér :)

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 7.1.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Hahahahahahaha góður Guðjón! :D

Björgvin Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband